Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:00 Marta, Bryndís og Hildur eru í sóttkví vegna hópsmitsins í Laugarnesinu. vísir/egill Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. „Við vorum bara að tala saman stelpurnar á snapchat og það voru bara allir úr öllum bekkjum að segja: „Þessi smitaðist í bekknum mínum og þessi smitaðist í bekknum mínum.“ Marta segist þekkja til þeirra sem hafa greinst smitaðir. Hún hefur frétt frá vinahópnum að þau virðist ekki vera mjög veik. Bryndís Ýr Pétursdóttir, segist hafa heyrt í gegnum foreldrahópa á netinu, að líðan þeirra sé góð. „Mér heyrist á foreldrum að einkennin séu ekki mjög mikil, alla vega ekki hjá þeim sem við höfum heyrt af,“ segir hún. Börn á öllum skólastigum í Laugarneshverfi voru heima í dag, annað hvort í sóttkví fram að næstu helgi eða í úrvinnslusóttkví og bíða fyrirmæla um framhaldið. Marta er því í sóttkví ásamt tveimur systrum sínum, yngri systur í leikskóla og eldri systur sem er í Laugalækjarskóla, þar sem 7.-10. bekkur eru til húsa. Í kvöld átti að vera árshátíð í Laugalækjarskóla en henni var vitanlega frestað. „Stemningin er auðvitað frekar súr. Ég veit um fermingar sem áttu að vera um helgina sem er búið að fresta. Þannig að þetta er auðvitað voða leiðinlegt en ekkert hægt að gera í þessu. Við erum bara öll í þessu,“ segir Bryndís Ýr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Við vorum bara að tala saman stelpurnar á snapchat og það voru bara allir úr öllum bekkjum að segja: „Þessi smitaðist í bekknum mínum og þessi smitaðist í bekknum mínum.“ Marta segist þekkja til þeirra sem hafa greinst smitaðir. Hún hefur frétt frá vinahópnum að þau virðist ekki vera mjög veik. Bryndís Ýr Pétursdóttir, segist hafa heyrt í gegnum foreldrahópa á netinu, að líðan þeirra sé góð. „Mér heyrist á foreldrum að einkennin séu ekki mjög mikil, alla vega ekki hjá þeim sem við höfum heyrt af,“ segir hún. Börn á öllum skólastigum í Laugarneshverfi voru heima í dag, annað hvort í sóttkví fram að næstu helgi eða í úrvinnslusóttkví og bíða fyrirmæla um framhaldið. Marta er því í sóttkví ásamt tveimur systrum sínum, yngri systur í leikskóla og eldri systur sem er í Laugalækjarskóla, þar sem 7.-10. bekkur eru til húsa. Í kvöld átti að vera árshátíð í Laugalækjarskóla en henni var vitanlega frestað. „Stemningin er auðvitað frekar súr. Ég veit um fermingar sem áttu að vera um helgina sem er búið að fresta. Þannig að þetta er auðvitað voða leiðinlegt en ekkert hægt að gera í þessu. Við erum bara öll í þessu,“ segir Bryndís Ýr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42