Tvær táningsstelpur slá í gegn en BKG og Jóhanna Júlía eru efst Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 12:01 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa staðið sig best Íslendinga til þessa á CrossFit Open. Instagram/@bk_gudmundsson og johannajuliusdottir Björgvin Karl Guðmundsson er sjötti og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir er í áttunda sæti eftir tvær fyrstu tvær vikurnar í Open 2021. Lokavikan er framundan. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga eftir 21.1 og 21.2 í opna hluta heimsleikanna í CrossFit og á góða möguleika á því að hækka sig með góðum árangri í lokavikunni. Björgvin Karl náði fimmtánda sætinu í fyrsta hlutanum og varð síðan í 25. sæti í öðrum hlutunum. Hann er því með 40 stig þegar markmiðið er að vera með sem fæst stig. Næstur á undan honum er Bandaríkjamaðurinn Mitchel Stevenson með 39 stig en efstur er Grikkinn Alex Kotoulas með 29 stig. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er í öðru sæti með 30 stig og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen með 33 stig. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl er sætum ofar en næsti íslenski maðurinn sem er Ingimar Jónsson með 467 stig í 107. sæti. Þriðji hjá íslensku strákunum er Sigurður Hjörtur Þrastarson (527 stig) í 122. sæti og fjórði er Haraldur Holgersson (841 stig) í 204. sæti. Frábær árangur sextán og sautján ára stelpna hefur vakið athygli á fyrstu tveimur vikum opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru annars vegar hin sautján ára gamla Mallory O’Brien og hin sextán ára Emma Cary. Þær eru báðar á undan heimsmeistaranum Tia-Clair Toomey-Orr sem er þriðja. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann fyrsta hlutann er komin niður í áttunda sætið eftir annan hlutann. Jóhanna Júlía varð í 44. sæti í 21.2. Hún er með 45 stig eða jafnmörg stig og Haley Adams. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Táningarnir tveir eru með 11 og 15 stig og Tia-Clair er síðan með 18 stig. Næst á undan Jóhönnu er hin bandaríska Ellie Tarence Hiller með 36 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er næstefst af íslensku stelpunum í fjórtánda sæti (94 stig) en Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðan í sautjánda sætinu með 96 stig. Anníe Mist Þórisdóttir er fjórða sæti af íslensku stelpunum eftir frábæra frammistöðu í 21.2 en hún er í 192.sæti á heildarlistanum með 682 stig. Anníe Mist var í 662. sæti eftir 21.1 og hækkaði sig því um 490 sæti. Andrea Ingibjörg Orradóttir er fimmta og Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga eftir 21.1 og 21.2 í opna hluta heimsleikanna í CrossFit og á góða möguleika á því að hækka sig með góðum árangri í lokavikunni. Björgvin Karl náði fimmtánda sætinu í fyrsta hlutanum og varð síðan í 25. sæti í öðrum hlutunum. Hann er því með 40 stig þegar markmiðið er að vera með sem fæst stig. Næstur á undan honum er Bandaríkjamaðurinn Mitchel Stevenson með 39 stig en efstur er Grikkinn Alex Kotoulas með 29 stig. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er í öðru sæti með 30 stig og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen með 33 stig. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl er sætum ofar en næsti íslenski maðurinn sem er Ingimar Jónsson með 467 stig í 107. sæti. Þriðji hjá íslensku strákunum er Sigurður Hjörtur Þrastarson (527 stig) í 122. sæti og fjórði er Haraldur Holgersson (841 stig) í 204. sæti. Frábær árangur sextán og sautján ára stelpna hefur vakið athygli á fyrstu tveimur vikum opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru annars vegar hin sautján ára gamla Mallory O’Brien og hin sextán ára Emma Cary. Þær eru báðar á undan heimsmeistaranum Tia-Clair Toomey-Orr sem er þriðja. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann fyrsta hlutann er komin niður í áttunda sætið eftir annan hlutann. Jóhanna Júlía varð í 44. sæti í 21.2. Hún er með 45 stig eða jafnmörg stig og Haley Adams. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Táningarnir tveir eru með 11 og 15 stig og Tia-Clair er síðan með 18 stig. Næst á undan Jóhönnu er hin bandaríska Ellie Tarence Hiller með 36 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er næstefst af íslensku stelpunum í fjórtánda sæti (94 stig) en Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðan í sautjánda sætinu með 96 stig. Anníe Mist Þórisdóttir er fjórða sæti af íslensku stelpunum eftir frábæra frammistöðu í 21.2 en hún er í 192.sæti á heildarlistanum með 682 stig. Anníe Mist var í 662. sæti eftir 21.1 og hækkaði sig því um 490 sæti. Andrea Ingibjörg Orradóttir er fimmta og Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira