Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 09:37 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, er sagður hafa lagt fyrir heilbrigðisstarfsfólk ríkisins að veita ættingjum hans og vinum forgang í skimun. AP/Brendan McDermid Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. Háttsettur læknir ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisstarfsmenn voru sendir heim til ættingja Cuomo og vildarvina, að sögn heimildarmanna Washington Post. Rannsóknastofa ríkisins greindi sýnin svo samstundis. Á þeim tíma annaði rannsóknastofan aðeins nokkur hundruð sýnum á dag. Nítján milljónir manna búa í New York. Á meðal þeirra sem eru sagðir hafa fengið slíkan forgang í skimun er Chris Cuomo, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni CNN, og bróðir ríkisstjórans. Læknir var sendur heim til hans á Hamptons-svæðinu skammt frá New York-borg og tók sýni úr honum og fjölskyldu hans. Þáttastjórnandinn greindist með Covid-19 í mars í fyrra. Lög í New York banna embættismönnum að nýta sér stöðu sína til að veita sjálfum sér eða öðrum forgang. Sumir embættismenn eru sagðir hafa verið uggandi yfir því að heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt að veita ættingjum Cuomo forgang í skimun fram yfir almenna borgara. Talsmaður Cuomo ber því við að á upphafsdögum faraldursins hafi mikil áhersla verið lögð á smitrakningu og heilbrigðisstarfsmenn hafi stundum verið sendir heim til fólks sem var talið smitað af Covid-19 til að taka sýni. Á meðal þeirra sem hafi fengið slíkar heimsóknir hafi verið almennir borgarar, ríkisþingmenn, fréttamenn, starfsmenn ríkisins og fjölskyldur þeirra. Cuomo ríkisstjóri á fyrir í vök að verjast vegna ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Leiðtogar Demókrataflokksins, sem Cuomo tilheyrir, á ríkisþingi New York og á Bandaríkjaþingi hafa hvatt Cuomo til að segja af sér vegna þeirra. Einnig sætir stjórn hans gagnrýni fyrir að hafa reynt að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Háttsettur læknir ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisstarfsmenn voru sendir heim til ættingja Cuomo og vildarvina, að sögn heimildarmanna Washington Post. Rannsóknastofa ríkisins greindi sýnin svo samstundis. Á þeim tíma annaði rannsóknastofan aðeins nokkur hundruð sýnum á dag. Nítján milljónir manna búa í New York. Á meðal þeirra sem eru sagðir hafa fengið slíkan forgang í skimun er Chris Cuomo, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni CNN, og bróðir ríkisstjórans. Læknir var sendur heim til hans á Hamptons-svæðinu skammt frá New York-borg og tók sýni úr honum og fjölskyldu hans. Þáttastjórnandinn greindist með Covid-19 í mars í fyrra. Lög í New York banna embættismönnum að nýta sér stöðu sína til að veita sjálfum sér eða öðrum forgang. Sumir embættismenn eru sagðir hafa verið uggandi yfir því að heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt að veita ættingjum Cuomo forgang í skimun fram yfir almenna borgara. Talsmaður Cuomo ber því við að á upphafsdögum faraldursins hafi mikil áhersla verið lögð á smitrakningu og heilbrigðisstarfsmenn hafi stundum verið sendir heim til fólks sem var talið smitað af Covid-19 til að taka sýni. Á meðal þeirra sem hafi fengið slíkar heimsóknir hafi verið almennir borgarar, ríkisþingmenn, fréttamenn, starfsmenn ríkisins og fjölskyldur þeirra. Cuomo ríkisstjóri á fyrir í vök að verjast vegna ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Leiðtogar Demókrataflokksins, sem Cuomo tilheyrir, á ríkisþingi New York og á Bandaríkjaþingi hafa hvatt Cuomo til að segja af sér vegna þeirra. Einnig sætir stjórn hans gagnrýni fyrir að hafa reynt að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26