„Þetta þrífst bara í myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Silja er ein af okkar færustu leikstjórum. Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira