Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 17:03 Unnur segir að útreikningar Kára gangi ekki upp. Skjólstæðingar Vinnumálastofnunar sem fara á milli mála eru ekki nándar nærri eins margir og Kári heldur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira