SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 20:01 Stjórn Festi segir að samstarfið við Lúðvík hafi ekki gengið eins vel og félagið hefði kosið. Samsett Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins (SE) en tilefni hennar er umfjöllun fjölmiðla um kostnað Festi vegna Lúðvíks sem hefur gegnt hlutverkinu frá árinu 2018. Skipun kunnáttumanns var meðal skilyrða fyrir því að samruni N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar og Elko, næði fram að ganga. Starfar Lúðvík, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem fulltrúi SE innan hins sameinaða félags. Greitt 55,6 milljónir króna vegna Lúðvíks Fram kom í skýrslu stjórnar Festi sem stjórnarformaðurinn Þórður Már Jóhannessonar flutti á aðalfundi félagsins á mánudag að kostnaður vegna kunnáttumannsins væri kominn upp í 55,6 milljónir króna. Kjarninn greindi frá málinu en til viðbótar hafa reikningar lögfræðinga Festi vegna sáttarinnar við SE numið 24,4 milljónum króna og samanlagður kostnaður félagsins frá upphafi sáttar því um 80 milljónir króna. Þórður Már Jóhannessonar, stjórnarformaður Festi.Festi Að mati stjórnar er þessi kostnaður „verulega hærri en væntingar voru til um“ og bent á að kostnaður Haga af óháðum kunnáttumanni sem skipaður var vegna samruna félagsins við Olís sé brot af kostnaði Festi. Þá segir stjórn Festi að samstarfið við Lúðvík hafi ekki gengið eins vel og félagið hefði kosið og að því hafi „á tíðum þótt skorta á að leiðbeiningar kunnáttumanns væri með þeim hætti sem vænta mætti.“ Festi hyggst óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks að sátt félagsins við SE en skipunartími hans á ekki að renna út fyrr en í október 2023. Geti leitt til töluverðs hagræðis fyrir fyrirtæki Í yfirlýsingu SE segir að hlutverk kunnáttumanns sé að fylgja því eftir að viðkomandi fyrirtæki grípi tímanlega til þeirra ráðstafana sem það hafi lofað að grípa til og jafnframt að taka til skoðunar mögulegar kvartanir og önnur atriði sem kalli á sérstaka skoðun. „Er hann oft í stöðu til þess að leysa úr álitaefnum sem upp koma, sem og kvörtunum keppinauta og viðskiptavina, með skjótvirkari hætti en samkeppnisyfirvöldum er unnt. Þannig getur skipan kunnáttumanns leitt til töluverðs hagræðis bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og samkeppnisyfirvöld,“ segir á vef stofnunarinnar. Lúðvík Bergvinsson, sem situr í stjórn Herjólfs ohf. og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undirritun samnings um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar.Vegagerðin Skipan kunnáttumanns í málum af þessu tagi er sögð byggjast á alþjóðlegum fordæmum í samkeppnisrétti og meðal annars ætlað að stuðla að því að samrunar fyrirtækja valdi almenningi ekki tjóni. „Í þessu máli hefur kunnáttumaður gegnt mikilvægu hlutverki í að varpa ljósi á framkvæmd Festi á þeim skilyrðum sem félagið skuldbatt sig til að fylgja. Í samræmi við starfsskyldur sínar hefur hann gert Samkeppniseftirlitinu grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni. Eru þau nú til rannsóknar.“ Lúðvík sá eini sem uppfyllti skilyrði SE segir að Festi hafi samkvæmt sátt sinni við stofnunina skuldbundið sig til að tryggja fullnægjandi eftirlit með framkvæmd hennar og velja til þess óháðan kunnáttumann. Festi hafi tilnefnt þrjá einstaklinga í því skyni en að Lúðvík hafi verið sá eini sem uppfyllti skilyrði um óhæði gagnvart Festi og eftirlitsverkefnum sáttarinnar. „Þekkt er í samkeppnismálum að kostnaður af störfum kunnáttumanna getur verið mismunandi. Ræðst það m.a. af því hvort og hvernig viðkomandi fyrirtæki fara að þeim skuldbindingum sem þau hafa lofað að hlíta. Samkeppniseftirlitið hefur gefið fyrirtækjum leiðbeiningar um kostnaðaraðhald með kunnáttumönnum eða eftirlitsnefndum sem starfa samkvæmt sáttum við fyrirtæki. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækjum sé rétt að sýna kunnáttumönnum kostnaðaraðhald með svipuðum hætti og með annarri aðkeyptri þjónustu, án þess að sjálfstæði starfsins sé stefnt í hættu.“ Samkeppnismál Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins (SE) en tilefni hennar er umfjöllun fjölmiðla um kostnað Festi vegna Lúðvíks sem hefur gegnt hlutverkinu frá árinu 2018. Skipun kunnáttumanns var meðal skilyrða fyrir því að samruni N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar og Elko, næði fram að ganga. Starfar Lúðvík, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem fulltrúi SE innan hins sameinaða félags. Greitt 55,6 milljónir króna vegna Lúðvíks Fram kom í skýrslu stjórnar Festi sem stjórnarformaðurinn Þórður Már Jóhannessonar flutti á aðalfundi félagsins á mánudag að kostnaður vegna kunnáttumannsins væri kominn upp í 55,6 milljónir króna. Kjarninn greindi frá málinu en til viðbótar hafa reikningar lögfræðinga Festi vegna sáttarinnar við SE numið 24,4 milljónum króna og samanlagður kostnaður félagsins frá upphafi sáttar því um 80 milljónir króna. Þórður Már Jóhannessonar, stjórnarformaður Festi.Festi Að mati stjórnar er þessi kostnaður „verulega hærri en væntingar voru til um“ og bent á að kostnaður Haga af óháðum kunnáttumanni sem skipaður var vegna samruna félagsins við Olís sé brot af kostnaði Festi. Þá segir stjórn Festi að samstarfið við Lúðvík hafi ekki gengið eins vel og félagið hefði kosið og að því hafi „á tíðum þótt skorta á að leiðbeiningar kunnáttumanns væri með þeim hætti sem vænta mætti.“ Festi hyggst óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks að sátt félagsins við SE en skipunartími hans á ekki að renna út fyrr en í október 2023. Geti leitt til töluverðs hagræðis fyrir fyrirtæki Í yfirlýsingu SE segir að hlutverk kunnáttumanns sé að fylgja því eftir að viðkomandi fyrirtæki grípi tímanlega til þeirra ráðstafana sem það hafi lofað að grípa til og jafnframt að taka til skoðunar mögulegar kvartanir og önnur atriði sem kalli á sérstaka skoðun. „Er hann oft í stöðu til þess að leysa úr álitaefnum sem upp koma, sem og kvörtunum keppinauta og viðskiptavina, með skjótvirkari hætti en samkeppnisyfirvöldum er unnt. Þannig getur skipan kunnáttumanns leitt til töluverðs hagræðis bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og samkeppnisyfirvöld,“ segir á vef stofnunarinnar. Lúðvík Bergvinsson, sem situr í stjórn Herjólfs ohf. og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undirritun samnings um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar.Vegagerðin Skipan kunnáttumanns í málum af þessu tagi er sögð byggjast á alþjóðlegum fordæmum í samkeppnisrétti og meðal annars ætlað að stuðla að því að samrunar fyrirtækja valdi almenningi ekki tjóni. „Í þessu máli hefur kunnáttumaður gegnt mikilvægu hlutverki í að varpa ljósi á framkvæmd Festi á þeim skilyrðum sem félagið skuldbatt sig til að fylgja. Í samræmi við starfsskyldur sínar hefur hann gert Samkeppniseftirlitinu grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni. Eru þau nú til rannsóknar.“ Lúðvík sá eini sem uppfyllti skilyrði SE segir að Festi hafi samkvæmt sátt sinni við stofnunina skuldbundið sig til að tryggja fullnægjandi eftirlit með framkvæmd hennar og velja til þess óháðan kunnáttumann. Festi hafi tilnefnt þrjá einstaklinga í því skyni en að Lúðvík hafi verið sá eini sem uppfyllti skilyrði um óhæði gagnvart Festi og eftirlitsverkefnum sáttarinnar. „Þekkt er í samkeppnismálum að kostnaður af störfum kunnáttumanna getur verið mismunandi. Ræðst það m.a. af því hvort og hvernig viðkomandi fyrirtæki fara að þeim skuldbindingum sem þau hafa lofað að hlíta. Samkeppniseftirlitið hefur gefið fyrirtækjum leiðbeiningar um kostnaðaraðhald með kunnáttumönnum eða eftirlitsnefndum sem starfa samkvæmt sáttum við fyrirtæki. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækjum sé rétt að sýna kunnáttumönnum kostnaðaraðhald með svipuðum hætti og með annarri aðkeyptri þjónustu, án þess að sjálfstæði starfsins sé stefnt í hættu.“
Samkeppnismál Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00