Þurfa ekki að skrá sig atvinnulausa á Íslandi mánaðarlega Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 19:20 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir útlendinga á atvinnuleysisbótum eiga rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Kári Stefánsson vill fjölga dögum milli fyrstu og annarrar sýnatöku ferðamanna sem koma til landsins. Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid 19 veirunnar sleppa hingað til lands í gegnum landamæri víða að. „Frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,“ segir Kári. Hann vilji afnema þá reglu að útlendingar á atvinnuleysisbótum þurfi að staðfesta hér á landi að þeir séu í atvinnuleit til að halda bótum. Kári Stefánsson vill fjölga sóttkvíardögum milli á milli fyrri og síðari sýnatöku ferðamanna úr fimm í að minnsta kosti sjö.stöð 2 Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er covid ástandið mjög alvarlegt. Þar var slegið met í fyrradag þegar þrjátíu þúsund greindust með veiruna og sex hundruð létust. „Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kári. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir það ekki bara skyldu heldur rétt útlendinga sem hafa verið á fullum atvinnuleysisbótum í einn mánuð að dvelja í allt að þrjá mánuði í heimalandinu eða öðru EES ríki og leita sér þar að vinnu án þess að þurfa að skrá sig mánaðrlega á Íslandi. Þeir fái þá svo kallað U-2 vottorð. „Þetta eru evrópureglur, evrópu tilskipun.“ Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að á meðan landinu sé ekki alveg lokað muni covid veiran sleppa inn í landið. Atvinnuleitendur séu ekki í meirihluta þeirra sem komi til landsins.Stöð 2/Egill Væri hægt að hafa þetta tímabil lengra í ljósi þess hvað þessi pest er búin að ganga lengi yfir? „Þá þarf lagabreytingu til. En samkvæmt evróputilskipuninni má hafa þetta upp í allt að sex mánuði. Þetta tímabil sem þú ert í atvinnuleit annars staðar,“ segir Unnur. Frá áramótum hafi rúmlega sex hundruð erlendir atvinnuleitendur fengið U-2 vottorð . Flestir þeirra séu Pólverjar enda fjölmennastir útlendinga hér á landi. Atvinnuleitendur séu hins vegar ekki meirihluti þeirra tæplega sex þúsund ferðamanna sem komi til landsins í hverjum mánuði. „En á grundvelli U-vottorða til dæmis núna í mars, það er kannski hluti þeirra sem fóru út í desember og janúar, eru þetta kannski tvö hundruð og fimmtíu manns. Þetta eru fjögur prósent. Þannig að ég er ekki að sjá að það séu endilega atvinnuleitendur sem eru endilega að bera smitið til landsins. Veiran kemur inn í landið með ferðamönnum. Á meðan við lokum ekki alveg landinu þá er þessi hætta bara fyrir hendi,“ segir Unnur. Kári vill fjölga sóttkvíardögunum milli sýnataka hjá þeim sem koma til landsins. „Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. 25. mars 2021 11:57 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid 19 veirunnar sleppa hingað til lands í gegnum landamæri víða að. „Frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,“ segir Kári. Hann vilji afnema þá reglu að útlendingar á atvinnuleysisbótum þurfi að staðfesta hér á landi að þeir séu í atvinnuleit til að halda bótum. Kári Stefánsson vill fjölga sóttkvíardögum milli á milli fyrri og síðari sýnatöku ferðamanna úr fimm í að minnsta kosti sjö.stöð 2 Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er covid ástandið mjög alvarlegt. Þar var slegið met í fyrradag þegar þrjátíu þúsund greindust með veiruna og sex hundruð létust. „Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kári. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir það ekki bara skyldu heldur rétt útlendinga sem hafa verið á fullum atvinnuleysisbótum í einn mánuð að dvelja í allt að þrjá mánuði í heimalandinu eða öðru EES ríki og leita sér þar að vinnu án þess að þurfa að skrá sig mánaðrlega á Íslandi. Þeir fái þá svo kallað U-2 vottorð. „Þetta eru evrópureglur, evrópu tilskipun.“ Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að á meðan landinu sé ekki alveg lokað muni covid veiran sleppa inn í landið. Atvinnuleitendur séu ekki í meirihluta þeirra sem komi til landsins.Stöð 2/Egill Væri hægt að hafa þetta tímabil lengra í ljósi þess hvað þessi pest er búin að ganga lengi yfir? „Þá þarf lagabreytingu til. En samkvæmt evróputilskipuninni má hafa þetta upp í allt að sex mánuði. Þetta tímabil sem þú ert í atvinnuleit annars staðar,“ segir Unnur. Frá áramótum hafi rúmlega sex hundruð erlendir atvinnuleitendur fengið U-2 vottorð . Flestir þeirra séu Pólverjar enda fjölmennastir útlendinga hér á landi. Atvinnuleitendur séu hins vegar ekki meirihluti þeirra tæplega sex þúsund ferðamanna sem komi til landsins í hverjum mánuði. „En á grundvelli U-vottorða til dæmis núna í mars, það er kannski hluti þeirra sem fóru út í desember og janúar, eru þetta kannski tvö hundruð og fimmtíu manns. Þetta eru fjögur prósent. Þannig að ég er ekki að sjá að það séu endilega atvinnuleitendur sem eru endilega að bera smitið til landsins. Veiran kemur inn í landið með ferðamönnum. Á meðan við lokum ekki alveg landinu þá er þessi hætta bara fyrir hendi,“ segir Unnur. Kári vill fjölga sóttkvíardögunum milli sýnataka hjá þeim sem koma til landsins. „Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. 25. mars 2021 11:57 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03
Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. 25. mars 2021 11:57