Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 10:24 Ströngum reglum er ætlað að mynda skjaldborg utan um starfsfólk og þar með þjónustuna við íbúa. Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira