Sjáðu stoðsendingu Zlatans í fyrsta landsleiknum í fimm ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2021 17:00 Zlatan Ibrahimovic faðmar markaskorarann Viktor Claesson. getty/David Lidstrom Zlatan Ibrahimovic lagði upp sigurmark Svía gegn Georgíumönnum í sínum fyrsta landsleik í fimm ár. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn. HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn.
HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira