Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. mars 2021 14:01 Reynir Þór og Fanney hæstánægð með verðlaunin, sem þau fengu í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands enda mega þau vera það með sinn frábæra árangur á Hurðarbaksbúinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent