Handbolti

Elvar Örn hafði betur í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar Skjern tók á móti Ribe Esbjerg.

Elvar Örn Jónsson gerði þrjú mörk fyrir Skjern sem vann leikinn með þremur mörkum, 34-31, eftir að staðan í leikhléi var 16-14, Skjern í vil. Bjarte Myrhol atkvæðamestur í liði Skjern með átta mörk.

Rúnar Kárason var markahæstur Ribe Esbjerg með sex mörk en Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark.

Sveinn Jóhannsson og félagar í SönderjyskE steinlágu fyrir Bjerringbro Silkeborg, 37-18 á sama tíma. Sveinn fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa verið vikið af velli með tveggja mínútna brottvísun í þrígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×