Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 18:08 Dagurinn í dag var einn sá blóðugasti í Mjanmar frá því að herforingjastjórnin rændi völdum. Getty/Stringer/Anadolu Agency Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt samtökunum Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) hafa 89 farist það sem af er degi, þar á meðal börn. Mjanmarski fréttamiðillinn Myanmar Now, segir hins vegar 114 hafa látist á þessum blóðugasta degi ársins. At least 114 people were killed in brutal attacks by the junta's armed forces in more than 40 cities across Myanmar on Saturday. Our reporting has been updated to reflect these figures. https://t.co/tcjRxkWICm pic.twitter.com/kkUtLCNP4L— Myanmar Now (@Myanmar_Now_Eng) March 27, 2021 „Þeir drepa okkur eins og fugla eða hænur, meira að segja inni á okkar eigin heimilum,“ sagði Thu Ya Zaw, íbúi í Myingyan, í samtali við fréttastofu Reuters í dag. „Við munum halda áfram að mótmæla þrátt fyrir það.“ Dagurinn í dag er þó enginn venjulegur dagur í Mjanmar en hann er hátíðisdagur hersins. Fólki hafði verið gert að halda sig heima í dag og útgöngubanni komið á. Þrátt fyrir það leituðu mótmælendur, stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, á götur út til þess að mótmæla. Mótmælin hafa staðið yfir nær allt frá fyrsta degi hertöku herforingjastjórnarinnar. Frá og með deginum í dag hafa meira en fjögur hundruð farist í mótmælum gegn hernum. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa öll fordæmt ofbeldið. Herinn steypti lýðræðislega kjörinni stjórn landsins af valdastóli í kjölfar þess að lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisstjórnarinnar, vann stórsigur í þingkosningum. Suu Kyi hefur verið í haldi hersins frá 1. Febrúar og standa réttarhöld yfir henni nú yfir, þar sem hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Þá á hún að hafa brotið lög um náttúruhamfarir og fleira. Mjanmar Tengdar fréttir Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Samkvæmt samtökunum Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) hafa 89 farist það sem af er degi, þar á meðal börn. Mjanmarski fréttamiðillinn Myanmar Now, segir hins vegar 114 hafa látist á þessum blóðugasta degi ársins. At least 114 people were killed in brutal attacks by the junta's armed forces in more than 40 cities across Myanmar on Saturday. Our reporting has been updated to reflect these figures. https://t.co/tcjRxkWICm pic.twitter.com/kkUtLCNP4L— Myanmar Now (@Myanmar_Now_Eng) March 27, 2021 „Þeir drepa okkur eins og fugla eða hænur, meira að segja inni á okkar eigin heimilum,“ sagði Thu Ya Zaw, íbúi í Myingyan, í samtali við fréttastofu Reuters í dag. „Við munum halda áfram að mótmæla þrátt fyrir það.“ Dagurinn í dag er þó enginn venjulegur dagur í Mjanmar en hann er hátíðisdagur hersins. Fólki hafði verið gert að halda sig heima í dag og útgöngubanni komið á. Þrátt fyrir það leituðu mótmælendur, stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, á götur út til þess að mótmæla. Mótmælin hafa staðið yfir nær allt frá fyrsta degi hertöku herforingjastjórnarinnar. Frá og með deginum í dag hafa meira en fjögur hundruð farist í mótmælum gegn hernum. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa öll fordæmt ofbeldið. Herinn steypti lýðræðislega kjörinni stjórn landsins af valdastóli í kjölfar þess að lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisstjórnarinnar, vann stórsigur í þingkosningum. Suu Kyi hefur verið í haldi hersins frá 1. Febrúar og standa réttarhöld yfir henni nú yfir, þar sem hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Þá á hún að hafa brotið lög um náttúruhamfarir og fleira.
Mjanmar Tengdar fréttir Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15