Hættu snarlega við öll páskaplön Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2021 21:15 Hugrún R. Hjaltadóttir og Guðrún Halla Benjamínsdóttir höfðu báðar skipulagt ferðalag yfir páskana. Þegar samkomutakmarkanir voru hertar hættu þær snarlega við. Samsett Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira