Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 16:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Heimis Más í Víglínunni á sunnudag. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. „Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
„Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira