EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 10:31 FH-ingurinn Hörður Ingi Gunnarsson er á meðal þeirra sem eru á leið í sóttvarnahús á morgun. Félagar hans í FH eru allir í sóttkví vegna smits sem kom upp á meðan Hörður var á EM. EPA-EFE/Tamas Vasvar Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi. Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira