Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 14:24 Guðmundur Ingi Kristinsson segir að ef einhver efast um lögmæti aðgerða stjórnmála þá eigi það að fara fyrir dómstóla, ekki fyrir velferðarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. „Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira