Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 14:24 Guðmundur Ingi Kristinsson segir að ef einhver efast um lögmæti aðgerða stjórnmála þá eigi það að fara fyrir dómstóla, ekki fyrir velferðarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. „Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira