Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:42 Árásarmaðurinn keyrði niður öryggistálma við þinghúsið og hljóp að lögreglumönnum sem þar voru staddir vopnaður hnífi. EPA/JIM LO SCALZO Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí. Bandaríkin Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí.
Bandaríkin Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira