Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 13:04 Leifur Garðarsson hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í tæpa tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en Árdís segir í samtali við fréttastofu að Unnur Elva Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri muni áfram sinna starfi skólastjóra, til 1. ágúst eða þar til nýr skólastjóri verður ráðinn. Aðspurð hvort ákvörðun Leifs kæmi í kjölfar funda eða viðræðna við Hafnarfjarðarbæ sagðist Árdís ekki þekkja það og taldi best að Leifur svaraði því. Leifur fór í ótímabundið veikindaleyfi í febrúar eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Þá sagði fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar Vísi að verið væri að skoða heildarmynd málsins en bærinn hefði fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum vegna málsins.. Rúmt ár er síðan Körfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Formaður sambandsins sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar 2020 en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Ekki var þó greint frá því að honum hefði verið vikið frá dómarastörfum fyrr en ári síðar. Lítið hafði verið um keppni í íþróttinni yfir árið vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. 7. febrúar 2021 10:00 „Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá málinu en Árdís segir í samtali við fréttastofu að Unnur Elva Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri muni áfram sinna starfi skólastjóra, til 1. ágúst eða þar til nýr skólastjóri verður ráðinn. Aðspurð hvort ákvörðun Leifs kæmi í kjölfar funda eða viðræðna við Hafnarfjarðarbæ sagðist Árdís ekki þekkja það og taldi best að Leifur svaraði því. Leifur fór í ótímabundið veikindaleyfi í febrúar eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Þá sagði fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar Vísi að verið væri að skoða heildarmynd málsins en bærinn hefði fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum vegna málsins.. Rúmt ár er síðan Körfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Formaður sambandsins sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar 2020 en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Ekki var þó greint frá því að honum hefði verið vikið frá dómarastörfum fyrr en ári síðar. Lítið hafði verið um keppni í íþróttinni yfir árið vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. 7. febrúar 2021 10:00 „Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. 7. febrúar 2021 10:00
„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37
Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26