Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 23:49 Aðstandendur konu sem lést úr Covid-19 syrgja hana í kirkjugarði í Río de Janeiro. Brasilíumenn falla nú í hrönnum af völdum veirunnar. Vísir/EPA Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent