Engar breytingar á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 16:46 Sérfræðinganefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar lagði áherslu á að blóðtappatilvik væru ákaflega sjaldgæf. Vísir/Vilhelm Ekki verða gerðar breytingar á notkun AstraZeneca bóluefnisins hérlendis í kjölfar þess að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) gaf út að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með efninu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52