Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 14:01 Sveinbjörn Iura og pabbi hans hafa verið í einangrun á hótelherbergi í Tyrklandi í viku. Instagram/@sjiura Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn. Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira