Ekkert við ferð Brynjars að gera Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 15:47 Þórólfur Guðnason segir sárt að sjá fólk fara á svig við tilmæli um sóttvarnir. Brynjar Níelsson er í fríi á Spáni. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ „Það er leiðinlegt að sjá hvern sem er fara ekki eftir tilmælunum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki með neitt bann eða skilyrði. Þetta eru tilmæli til fólks og við erum að biðla til fólks um að hjálpa okkur í þessu með því að takmarka ferðir sínar erlendis. Auðvitað er það sárt að sjá það en við því er ekkert að gera,“ segir sóttvarnalæknir. Þórólfi virðist mjög í mun um að Íslendingar haldi sig við þessi tilmæli en hann ítrekaði þau með sérstakri tilkynningu á vef Landlæknis í gær. Hann hefur einnig sagt að nú þurfi að leita annarra leiða til að varna smitum vegar inn um landamærin, eftir að dómstólar skáru úr um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt aðgerð. Frí Brynjars varði í tvær vikur en hann sagði það þó ekki bara frí, enda væru veikindi í fjölskyldunni. Hann dvaldi hjá bróður sínum Gústafi yfir páskana ásamt bróður sínum Guðlaugi. Bræðurnir hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar hyggst fara í sóttkví á heimili sínu, víðs fjarri öllum sóttkvíarhótelum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er leiðinlegt að sjá hvern sem er fara ekki eftir tilmælunum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki með neitt bann eða skilyrði. Þetta eru tilmæli til fólks og við erum að biðla til fólks um að hjálpa okkur í þessu með því að takmarka ferðir sínar erlendis. Auðvitað er það sárt að sjá það en við því er ekkert að gera,“ segir sóttvarnalæknir. Þórólfi virðist mjög í mun um að Íslendingar haldi sig við þessi tilmæli en hann ítrekaði þau með sérstakri tilkynningu á vef Landlæknis í gær. Hann hefur einnig sagt að nú þurfi að leita annarra leiða til að varna smitum vegar inn um landamærin, eftir að dómstólar skáru úr um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt aðgerð. Frí Brynjars varði í tvær vikur en hann sagði það þó ekki bara frí, enda væru veikindi í fjölskyldunni. Hann dvaldi hjá bróður sínum Gústafi yfir páskana ásamt bróður sínum Guðlaugi. Bræðurnir hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar hyggst fara í sóttkví á heimili sínu, víðs fjarri öllum sóttkvíarhótelum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03
Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59