Á von á breyttum tilmælum um notkun á AstraZeneca Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2021 13:39 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/egill Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á höfuðborgarsvæðinu, segist eiga von á breyttum tilmælum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, er varðar bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur að hugsanlega verði aldursmörkin yfir þá sem verður boðið bóluefnið færð niður í 65 ára og eldri. Það sé í samræmi við leiðbeiningar og notkun í Svíþjóð og Finnlandi. Sem stendur er aðeins 70 ára og eldri boðið efnið. Í gær hélt Lyfjastofnun Evrópu blaðamannafund um nýjustu ákvarðanir og tilmæli vegna bóluefni AstraZeneca. Þar kom fram að stofnunin telji möguleg tengsl vera á milli sjaldgæfra tilfella af blóðtappa og bólusetningar með bóluefninu. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Stofnunin telur að ávinningur af notkun efnisins vegi áfram margfalt þyngra en áhættan af aukaverkunum. Emer Cooke, forstjóri Lyfjastofnunar Evrópu, sagði að COVID-19 væri stórhættulegur skaðvaldur og að álfan þyrfti að nýta öll þau bóluefni sem hún hefði yfir að ráða. Góðu fréttirnar væru þær að tilfelli hinna sjaldgæfu blóðtappa væru það fá að hvorki væri hægt að draga ályktanir um né slá því föstu að einn þjóðfélagshópur væri berskjaldaðri gagnvart aukaverkuninni en annar. „Sóttvarnalæknir hefur gefið út að þetta bóluefni eigi að nota fyrir þá sem eru 70 ára og eldri og við eigum svo sem von á breyttum fyrirmælum frá honum varðandi það. Það mun sennilegast skýrast í dag því ég veit að það verða fundir í dag með Evrópsku lyfjastofnuninni. Þá mun sóttvarnalæknir greina frá því hvort það verði breyttar forsendur á notkun AstraZeneca; hvort hópurinn verði útvíkkaður.“ Eðlilegt að fólk spyrji spurninga Sigríður svaraði því játandi þegar hún var spurð hvort borið hefði á kvíða hjá fólki í aðdraganda bólusetningar með AstraZeneca vegna umfjöllunarinnar. Kvíðinn birtist þó mun frekar í fyrirspurnum en í því að fólkið hafnaði bólusetningu. „Vissulega fáum við mjög mikið af fyrirspurnum og það er bara mjög eðlilegt að fólk sem er með sögu um blóðtappa eða ættarsögu um slíkt spyrji spurninga. Það er mjög eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér en við erum með mjög skýrar leiðbeiningar um það og forsendur. Þessi blóðtappahætta sem verið er að skoða hjá AstraZeneca tengist ekki þessari hefðbundnu blóðtappahættu sem við þekkjum.“ Ekki er vitað með vissu hvað veldur blóðtöppunum en á blaðamannafundinum í gær kom fram að líklegasta skýringin sé talin vera ofsafengin ónæmisviðbrögð, ekki ólíkt þeim tilfellum sem hafa sést hjá fólki sem hefur tekið lyfið Heparin sem er segavarnarlyf. Þá skal einnig tekið fram að fólk sem veikst hefur af COVID-19 er í mun meiri hættu á að fá blóðtappa heldur en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margir óþreyjufullir eftir bólusetningu Í kringum fimm þúsund manns streyma nú í Laugardalshöllina í Reykjavík til að fá sína fyrri sprautu af AstraZeneca. Verið er að bóluetja þá sem eru sjötíu ára og eldri en þessi tiltekni hópur mun fá seinni sprautuna og fulla vernd gegn COVID-19 eftir þrjá mánuði. Sigríður segir að nokkuð sé um það að fólk mæti í Laugardalshöllina og spyrji hvort það megi fá bólusetningu þótt það tilheyri ekki þeim aldurshópi sem verið er að bólusetja þann daginn. Hún segist skilja vel að fólk sé orðið fremur óþreyjufullt og vilji fá bólusetningu. Óheimilt sé aftur á móti að víkja frá bólusetningaráætluninni. „Það eru margir sem eru að fylgja sínum maka og félaga og eru svona að spyrja hvernig staðan er með sinn aldurshóp en við höfum bara ekki möguleika á að bólusetja þá. Okkur mjög naumt skammtað bóluefni hverju sinni og nú erum við bundin af þessu aldursviðmiði.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. 7. apríl 2021 14:03 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur að hugsanlega verði aldursmörkin yfir þá sem verður boðið bóluefnið færð niður í 65 ára og eldri. Það sé í samræmi við leiðbeiningar og notkun í Svíþjóð og Finnlandi. Sem stendur er aðeins 70 ára og eldri boðið efnið. Í gær hélt Lyfjastofnun Evrópu blaðamannafund um nýjustu ákvarðanir og tilmæli vegna bóluefni AstraZeneca. Þar kom fram að stofnunin telji möguleg tengsl vera á milli sjaldgæfra tilfella af blóðtappa og bólusetningar með bóluefninu. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Stofnunin telur að ávinningur af notkun efnisins vegi áfram margfalt þyngra en áhættan af aukaverkunum. Emer Cooke, forstjóri Lyfjastofnunar Evrópu, sagði að COVID-19 væri stórhættulegur skaðvaldur og að álfan þyrfti að nýta öll þau bóluefni sem hún hefði yfir að ráða. Góðu fréttirnar væru þær að tilfelli hinna sjaldgæfu blóðtappa væru það fá að hvorki væri hægt að draga ályktanir um né slá því föstu að einn þjóðfélagshópur væri berskjaldaðri gagnvart aukaverkuninni en annar. „Sóttvarnalæknir hefur gefið út að þetta bóluefni eigi að nota fyrir þá sem eru 70 ára og eldri og við eigum svo sem von á breyttum fyrirmælum frá honum varðandi það. Það mun sennilegast skýrast í dag því ég veit að það verða fundir í dag með Evrópsku lyfjastofnuninni. Þá mun sóttvarnalæknir greina frá því hvort það verði breyttar forsendur á notkun AstraZeneca; hvort hópurinn verði útvíkkaður.“ Eðlilegt að fólk spyrji spurninga Sigríður svaraði því játandi þegar hún var spurð hvort borið hefði á kvíða hjá fólki í aðdraganda bólusetningar með AstraZeneca vegna umfjöllunarinnar. Kvíðinn birtist þó mun frekar í fyrirspurnum en í því að fólkið hafnaði bólusetningu. „Vissulega fáum við mjög mikið af fyrirspurnum og það er bara mjög eðlilegt að fólk sem er með sögu um blóðtappa eða ættarsögu um slíkt spyrji spurninga. Það er mjög eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér en við erum með mjög skýrar leiðbeiningar um það og forsendur. Þessi blóðtappahætta sem verið er að skoða hjá AstraZeneca tengist ekki þessari hefðbundnu blóðtappahættu sem við þekkjum.“ Ekki er vitað með vissu hvað veldur blóðtöppunum en á blaðamannafundinum í gær kom fram að líklegasta skýringin sé talin vera ofsafengin ónæmisviðbrögð, ekki ólíkt þeim tilfellum sem hafa sést hjá fólki sem hefur tekið lyfið Heparin sem er segavarnarlyf. Þá skal einnig tekið fram að fólk sem veikst hefur af COVID-19 er í mun meiri hættu á að fá blóðtappa heldur en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margir óþreyjufullir eftir bólusetningu Í kringum fimm þúsund manns streyma nú í Laugardalshöllina í Reykjavík til að fá sína fyrri sprautu af AstraZeneca. Verið er að bóluetja þá sem eru sjötíu ára og eldri en þessi tiltekni hópur mun fá seinni sprautuna og fulla vernd gegn COVID-19 eftir þrjá mánuði. Sigríður segir að nokkuð sé um það að fólk mæti í Laugardalshöllina og spyrji hvort það megi fá bólusetningu þótt það tilheyri ekki þeim aldurshópi sem verið er að bólusetja þann daginn. Hún segist skilja vel að fólk sé orðið fremur óþreyjufullt og vilji fá bólusetningu. Óheimilt sé aftur á móti að víkja frá bólusetningaráætluninni. „Það eru margir sem eru að fylgja sínum maka og félaga og eru svona að spyrja hvernig staðan er með sinn aldurshóp en við höfum bara ekki möguleika á að bólusetja þá. Okkur mjög naumt skammtað bóluefni hverju sinni og nú erum við bundin af þessu aldursviðmiði.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. 7. apríl 2021 14:03 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21
Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. 7. apríl 2021 14:03