Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 18:51 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. „Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Efnahagsmál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
„Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni.
Efnahagsmál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira