Bólusetning myndi draga úr álagi á foreldra langveikra barna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2021 21:15 Guðrún Helga hefur áhyggjur af auknu álagi á foreldra langveikra barna. Þá þyngist róður félagsins stöðugt. Vísir/Sigurjón Foreldrar langveikra barna kalla eftir því að fá forgang í bólusetningar við kórónuveirunni. Sumir hafa þurft að vera í nær stöðugu verndarsóttkví á heimili sínu og segja velvild vinnuveitenda sinna að þolmörkum komna. Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira