Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar Snorri Másson skrifar 9. apríl 2021 16:03 Héraðsdómur Reykjavíkur og spegilmynd stjórnarheimilisins í Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, sagði úrskurð héraðsdóms um lögmæti skyldudvalar á sóttkvíarhóteli „alvarlega aðför að sóttvörnum landsins og úrræðum sem þarf að vera hægt að grípa til á óvissu- og hættutímum.“ Dómarafélagið fer hörðum orðum um þessar yfirlýsingar: „Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins.“ Svo virðist sem yfirlýsingu Dómarafélagsins sé einkum beint til Læknafélagsins, en aðrir en Læknafélagið hafa gagnrýnt dómstóla. Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir hafa sagt niðurstöðu héraðsdóms vonbrigði og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að dómstólnum hlyti að hafa orðið á mistök. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld á sama hátt í gær fyrir að grafa undan íslenskum dómstólum. „Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Bjarni. Ítrekuð ummæli um vonbrigði með dómstóla væru ótæk í lýðræðisríki, einkum í viðkvæmu ástandi eins og nú. Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir. Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 „Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, sagði úrskurð héraðsdóms um lögmæti skyldudvalar á sóttkvíarhóteli „alvarlega aðför að sóttvörnum landsins og úrræðum sem þarf að vera hægt að grípa til á óvissu- og hættutímum.“ Dómarafélagið fer hörðum orðum um þessar yfirlýsingar: „Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins.“ Svo virðist sem yfirlýsingu Dómarafélagsins sé einkum beint til Læknafélagsins, en aðrir en Læknafélagið hafa gagnrýnt dómstóla. Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir hafa sagt niðurstöðu héraðsdóms vonbrigði og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að dómstólnum hlyti að hafa orðið á mistök. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld á sama hátt í gær fyrir að grafa undan íslenskum dómstólum. „Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Bjarni. Ítrekuð ummæli um vonbrigði með dómstóla væru ótæk í lýðræðisríki, einkum í viðkvæmu ástandi eins og nú. Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir.
Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir.
Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 „Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
„Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15