Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 12:38 Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann bar af sér sakir á viðburði „Kvenna fyrir Bandaríkin fyrst“ í Doral-klúbbi Trump fyrrverandi forseta í gær. AP/Marta Lavandier Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta. Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta.
Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira