Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 20:07 Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og mikill áhugamaður um hrafna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst. Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma. Árborg Fuglar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma.
Árborg Fuglar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent