Segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að fara í Covid próf Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2021 19:30 Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu að sögn lögmanns mannsins. STÖÐ2 Hælisleitandi segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að undirgangast Covid próf. Lögmaður mannsins segir að um sé að ræða óbeina þvingun. Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga. Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga.
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira