Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins Bryndís Schram skrifar 11. apríl 2021 21:01 Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Kóngafólk Andlát Filippusar prins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun