Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 10:37 María segist aðeins fara fram á að einingaverðið verði leiðrétt til að mæta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Vísir/Vilhelm Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið. Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira