John Cleese rifjar upp auglýsingu Kaupþings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2021 12:17 John Cleese og Randver voru fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna. Enski gamanleikarinn John Cleese tók upp á því um helgina að rifja upp eina af nokkrum auglýsingum Kaupþings frá góðæristímanum í aðdraganda bankahrunsins. Þar var Cleese í aðalhlutverki en hann kom fram í nokkrum auglýsingum fyrir íslenska bankann eins frægt er orðið. Á þeim tíma var KB banki að taka aftur upp nafnið Kaupþing. „Ég hef verulega vanmetið fólksfjöldann á Íslandi! 300 þúsund milljónir?!“ skrifar John Cleese og lætur auglýsinguna fylgja með. Þar er gert grín að stærð Kaupþings, hins alþjóðlega banka, í samhengi við hve fáir búa á Íslandi. Lýkur auglýsingunni á því að Cleese spyr hvers vegna verið sé að gera þessa auglýsingu yfir höfuð. „Af hverju takið þið ekki bara upp símann og hringið í alla.“ I've greatly underestimated the population of Iceland! 300,000 Million?! pic.twitter.com/YEdI0JViJj— John Cleese (@JohnCleese) April 10, 2021 Auglýsingarnar með Cleese vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þær birtust fyrst árið 2006 og voru Þorsteinn Guðmundsson leikari, sem heyrist svara Cleese í auglýsingunni að ofan, og Randver Þorláksson í hlutverkum með Bretanum. Cleese er sjálfur þekktastur úr Monty Python félagsskapnum og grínmyndum á borð við A Fish Called Wanda. Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn til að falla í efnahagshruninu haustið 2008. Síðan hafa stjórnendur bankans verið sakfelldir fyrir efnahagsbrot. Nýja Kaupþing var stofnað utan um innlend viðskipti bankans en skuldir skildar eftir. Í nóvember breytti Nýja Kaupþing nafni sínu í Arion banka. Fleiri auglýsingar Cleese fyrir Kaupþing má sjá að neðan. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenskir bankar Einu sinni var... Tengdar fréttir Cleese: Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkum og eldfjöllum „Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkunum sínum og eldfjöllunum," segir leikarinn John Cleese sem pungaði út sjö hundruð þúsund krónum fyrir leigubílaferð frá Osló til Brussel í gær. 16. apríl 2010 12:05 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þar var Cleese í aðalhlutverki en hann kom fram í nokkrum auglýsingum fyrir íslenska bankann eins frægt er orðið. Á þeim tíma var KB banki að taka aftur upp nafnið Kaupþing. „Ég hef verulega vanmetið fólksfjöldann á Íslandi! 300 þúsund milljónir?!“ skrifar John Cleese og lætur auglýsinguna fylgja með. Þar er gert grín að stærð Kaupþings, hins alþjóðlega banka, í samhengi við hve fáir búa á Íslandi. Lýkur auglýsingunni á því að Cleese spyr hvers vegna verið sé að gera þessa auglýsingu yfir höfuð. „Af hverju takið þið ekki bara upp símann og hringið í alla.“ I've greatly underestimated the population of Iceland! 300,000 Million?! pic.twitter.com/YEdI0JViJj— John Cleese (@JohnCleese) April 10, 2021 Auglýsingarnar með Cleese vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þær birtust fyrst árið 2006 og voru Þorsteinn Guðmundsson leikari, sem heyrist svara Cleese í auglýsingunni að ofan, og Randver Þorláksson í hlutverkum með Bretanum. Cleese er sjálfur þekktastur úr Monty Python félagsskapnum og grínmyndum á borð við A Fish Called Wanda. Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn til að falla í efnahagshruninu haustið 2008. Síðan hafa stjórnendur bankans verið sakfelldir fyrir efnahagsbrot. Nýja Kaupþing var stofnað utan um innlend viðskipti bankans en skuldir skildar eftir. Í nóvember breytti Nýja Kaupþing nafni sínu í Arion banka. Fleiri auglýsingar Cleese fyrir Kaupþing má sjá að neðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenskir bankar Einu sinni var... Tengdar fréttir Cleese: Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkum og eldfjöllum „Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkunum sínum og eldfjöllunum," segir leikarinn John Cleese sem pungaði út sjö hundruð þúsund krónum fyrir leigubílaferð frá Osló til Brussel í gær. 16. apríl 2010 12:05 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Cleese: Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkum og eldfjöllum „Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkunum sínum og eldfjöllunum," segir leikarinn John Cleese sem pungaði út sjö hundruð þúsund krónum fyrir leigubílaferð frá Osló til Brussel í gær. 16. apríl 2010 12:05