Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:20 Tæplega sjö milljónir manna hafa fengið bóluefni Johnson & Johnson í Bandaríkjunum. AP/Rogelio V. Solis Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Sjá meira