Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 11:48 Í dag er stefnt að því að klára að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana og hluta fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins reiknar með að um fimm þúsund manns verði bólusettir gegn covid 19 í Laugardalshöll í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að bíða rólegt fram í maí þótt það fái ekki boðun í bólusetningu. Boðað sé eftir aldri og alvarleika sjúkdómanna.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er stór dagur hjá okkur í dag. Fimm þúsund manna dagur eins og við köllum þá. Þá erum við að keyra á fullu gasi í Laugardalshöllinni. Þetta er Pfizer sem við erum að vinna með í dag og við erum að klára núna heilbrigðisstarfsfólk sem er utan stofnana. Við erum svo aðeins að teygja okkur inn í fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Ragnheiður Ósk. Síðar nefndi hópurinn verði þó ekki kláraður í dag en boðað sé eftir gögnum frá Landlæknisembættinu sem dregin séu út úr sjúkraskrám fólks og boðað eftir sjúkdómsgreiningum.Þannig verði hluti fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma boðað í dag. Í dag verður byrjað að bólusetja fólk sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma.Vísir/Vilhelm „Þannig að þetta eru alls ekki allir. Ég bið því fólk að vera rólegt þótt það hafi ekki fengið boðun í dag. Þá verður það í næstu viku líka, sami hópur, sextíu og fimm plús með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er raðað eftir alvarleika. Þannig að við byrjum á þeim hópi fólks sem er með alvarlegustu sjúkdómana og síðan koll af kolli,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma ætti ekki að hafa samband fyrr en komið væri inn í maí ef það hafi ekki fengið boðun. Ragnheiður segir útlitið ágætt út þennan mánuð varðandi bólusetningar. „Það eru að stækka Pfizer skammtarnir sem við erum að fá og Moderna skammtarnir. Svo er von á Jansen líka. Þannig að þetta er allt að koma,“ segir Ragnheiður Ósk. Markmiðið sé að bólusetja með öllu því bóluefni sem fáist hverju sinni og því komið fljótt og vel í landann. Mikilvægt sé að fólk mæti vel undirbúið í Laugardalshöll. „Fylgjast bara vel með hvernig þetta gengur fyrir sig. Mæta í stuttermabol innanklæða og vera tilbúinn bara,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins reiknar með að um fimm þúsund manns verði bólusettir gegn covid 19 í Laugardalshöll í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að bíða rólegt fram í maí þótt það fái ekki boðun í bólusetningu. Boðað sé eftir aldri og alvarleika sjúkdómanna.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er stór dagur hjá okkur í dag. Fimm þúsund manna dagur eins og við köllum þá. Þá erum við að keyra á fullu gasi í Laugardalshöllinni. Þetta er Pfizer sem við erum að vinna með í dag og við erum að klára núna heilbrigðisstarfsfólk sem er utan stofnana. Við erum svo aðeins að teygja okkur inn í fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Ragnheiður Ósk. Síðar nefndi hópurinn verði þó ekki kláraður í dag en boðað sé eftir gögnum frá Landlæknisembættinu sem dregin séu út úr sjúkraskrám fólks og boðað eftir sjúkdómsgreiningum.Þannig verði hluti fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma boðað í dag. Í dag verður byrjað að bólusetja fólk sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma.Vísir/Vilhelm „Þannig að þetta eru alls ekki allir. Ég bið því fólk að vera rólegt þótt það hafi ekki fengið boðun í dag. Þá verður það í næstu viku líka, sami hópur, sextíu og fimm plús með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er raðað eftir alvarleika. Þannig að við byrjum á þeim hópi fólks sem er með alvarlegustu sjúkdómana og síðan koll af kolli,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma ætti ekki að hafa samband fyrr en komið væri inn í maí ef það hafi ekki fengið boðun. Ragnheiður segir útlitið ágætt út þennan mánuð varðandi bólusetningar. „Það eru að stækka Pfizer skammtarnir sem við erum að fá og Moderna skammtarnir. Svo er von á Jansen líka. Þannig að þetta er allt að koma,“ segir Ragnheiður Ósk. Markmiðið sé að bólusetja með öllu því bóluefni sem fáist hverju sinni og því komið fljótt og vel í landann. Mikilvægt sé að fólk mæti vel undirbúið í Laugardalshöll. „Fylgjast bara vel með hvernig þetta gengur fyrir sig. Mæta í stuttermabol innanklæða og vera tilbúinn bara,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26