„Góð svör í báðum leikjum“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 17:04 Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu í vetur, eftir að hafa gert Breiðablik að Íslandsmeistara í fyrra, og hefur nú stýrt landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea. EM 2021 í Englandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira