Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:01 Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54