Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 10:38 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í húsakynnum bankans í gær. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. Þá skammar Seðlabankinn lífeyrissjóðinn og sagði upplýsingagjöf sjóðsins til bankans hafa verið ábótavant og misvísandi. Það hafi tafið störf bankans. Seðlabankinn hóf í september athugun á stjórnarháttum hjá sjóðnum vegna álitamáls sem komu upp í tengslum við undirbúning ákvörðunar stjórnar sjóðsins um hvort hann tæki þátt í útboðinu. Fyrir útboðið var sjóðurinn stærsti hluthafinn í Icelandair og vakti því athygli að sjóðurinn ákvað að taka ekki þáttt í útboðinu. Það stóð þó tæpt. Fjórir gegn fjórum Ákvörðunin féll á jöfnum akvæðum átta stjórnarmanna. Helmingur stjórnarmanna er fulltrúi launafólks og sagði nei á meðan fulltrúar atvinnurekenda sögðu já. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður sjóðsins og forstjóri Kjörís, mælti með kaupum fyrir 2,5 milljarða. „Þarna er um að ræða lífsviðurværi þúsunda starfsmanna og starfsfólk Icelandair er einn stærsti greiðandi félagsgjalda til VR og þar með til lífeyrissjóðsins. Það kom mér því á óvart að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar,“ sagði Guðrún. Sagði rýningu hafa verið ítarlega Orð hennar féllu í grýttan jarðveg hjá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. „Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.“ Formaðurinn Stefán Sveinbjörnsson sagði fjárfestingakost sjóðsins sjaldan hafa verið rýndan með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórnin hefði hist á fjórum fundum og rætt ítarlega. „Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.“ Seðlabankinn fylgist með Seðlabankinn tók til skoðunar hvort stjórn lífeyrissjóðsins hefði gætt að því með fullnægjandi hætti að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboðinu í samræmi við kröfur laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og stjórnsýslulaga. Seðlabankinn segist í tilkynningu hafa aflað upplýsinga og gagna um ákvörðunarferli stjórnar sjóðsins vegna útboðsins og átti fundi með stjórnarmönnum sjóðsins þar sem farið var yfir sömu málefni. „Athuguninni er nú lokið og er niðurstaða Seðlabankans sú að stjórn lífeyrissjóðsins hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf.,“ segir í tilkynningu. Um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórnin er skipuð átta manns. Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR. Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stefán er formaður og Guðrún varaformaður. Seðlabankinn hafi farið fram á að stjórn lífeyrissjóðsins myndi framvegis tryggja að fullnægjandi umræða færi fram á stjórnarfundum um hæfi stjórnarmanna þegar tilefni væri til þess, og að stjórnarmönnum sé tryggður kostur á að koma á framfæri upplýsingum sem varða hæfi þeirra í tengslum við þau mál sem eru til umræðu, eftir því sem tilefni er til hverju sinni. Þá taldi Seðlabankinn að upplýsingagjöf sjóðsins til bankans vegna athugunarinnar á stjórnarháttum sjóðsins hafi verið ábótavant og misvísandi sem meðal annars tafði afgreiðslu málsins. „Seðlabankinn mun fylgjast með því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar,“ segir í tilkynningunni. Lífeyrissjóðir Icelandair Seðlabankinn Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Þá skammar Seðlabankinn lífeyrissjóðinn og sagði upplýsingagjöf sjóðsins til bankans hafa verið ábótavant og misvísandi. Það hafi tafið störf bankans. Seðlabankinn hóf í september athugun á stjórnarháttum hjá sjóðnum vegna álitamáls sem komu upp í tengslum við undirbúning ákvörðunar stjórnar sjóðsins um hvort hann tæki þátt í útboðinu. Fyrir útboðið var sjóðurinn stærsti hluthafinn í Icelandair og vakti því athygli að sjóðurinn ákvað að taka ekki þáttt í útboðinu. Það stóð þó tæpt. Fjórir gegn fjórum Ákvörðunin féll á jöfnum akvæðum átta stjórnarmanna. Helmingur stjórnarmanna er fulltrúi launafólks og sagði nei á meðan fulltrúar atvinnurekenda sögðu já. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður sjóðsins og forstjóri Kjörís, mælti með kaupum fyrir 2,5 milljarða. „Þarna er um að ræða lífsviðurværi þúsunda starfsmanna og starfsfólk Icelandair er einn stærsti greiðandi félagsgjalda til VR og þar með til lífeyrissjóðsins. Það kom mér því á óvart að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar,“ sagði Guðrún. Sagði rýningu hafa verið ítarlega Orð hennar féllu í grýttan jarðveg hjá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. „Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.“ Formaðurinn Stefán Sveinbjörnsson sagði fjárfestingakost sjóðsins sjaldan hafa verið rýndan með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórnin hefði hist á fjórum fundum og rætt ítarlega. „Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.“ Seðlabankinn fylgist með Seðlabankinn tók til skoðunar hvort stjórn lífeyrissjóðsins hefði gætt að því með fullnægjandi hætti að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboðinu í samræmi við kröfur laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og stjórnsýslulaga. Seðlabankinn segist í tilkynningu hafa aflað upplýsinga og gagna um ákvörðunarferli stjórnar sjóðsins vegna útboðsins og átti fundi með stjórnarmönnum sjóðsins þar sem farið var yfir sömu málefni. „Athuguninni er nú lokið og er niðurstaða Seðlabankans sú að stjórn lífeyrissjóðsins hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf.,“ segir í tilkynningu. Um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórnin er skipuð átta manns. Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR. Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stefán er formaður og Guðrún varaformaður. Seðlabankinn hafi farið fram á að stjórn lífeyrissjóðsins myndi framvegis tryggja að fullnægjandi umræða færi fram á stjórnarfundum um hæfi stjórnarmanna þegar tilefni væri til þess, og að stjórnarmönnum sé tryggður kostur á að koma á framfæri upplýsingum sem varða hæfi þeirra í tengslum við þau mál sem eru til umræðu, eftir því sem tilefni er til hverju sinni. Þá taldi Seðlabankinn að upplýsingagjöf sjóðsins til bankans vegna athugunarinnar á stjórnarháttum sjóðsins hafi verið ábótavant og misvísandi sem meðal annars tafði afgreiðslu málsins. „Seðlabankinn mun fylgjast með því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar,“ segir í tilkynningunni.
Um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórnin er skipuð átta manns. Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR. Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stefán er formaður og Guðrún varaformaður.
Lífeyrissjóðir Icelandair Seðlabankinn Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira