Covid setti strik í reikninginn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 13:30 Nýtt myndband frá Blóðmör frumsýnt á Vísi í dag. Brennivín er fyrst lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Blóðmör sem ber nafnið Í Skjóli Syndanna. Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag. Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag.
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira