Merkel skorar á sambandsþingið að taka í neyðarhemilinn í Covid-aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2021 21:03 Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum. Getty/Henning Schacht Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti þýska sambandsþingið í dag til að samþykkja frumvarp sem heimilar landstjórninni að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í öllum sextán sambandsríkjum Þýskalands. Hún segir löngu tímabært að stíga fast á neyðarhemilinn í landinu öllu. Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira