Það voru stelpurnar í Växjö sem voru hættulegri framan af leik, en besta færi þeirra kom á 30. mínútu þegar Signe Andersen steig á vítapunktinn. Milla-Maj Majasaari varði frá Signe og því var markalaust þegar flautað var til hálfleiks.
Enn var allt jafnt þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. AIK tóks loksins að brjóta ísinn á 71. mínútu með marki frá Noru Ronnfors.
Växjö gáfust þó ekki upp, en á 85. mínútu fengu þær aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Í þetta skipti fór Emmi Alanen á punktinn og tryggði liði sínu eitt stig.
Hallbera Gísladóttir spilaði sem áður segir allan leikinn fyrir AIK, en Andrea Mist þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í dag.
Premiärelvan! En timme till avspark på Visma Arena i Växjö. Framåt, stolta AIK! pic.twitter.com/Vwjwt3Yblb
— AIK Fotboll Dam (@AIKFotbollDam) April 17, 2021