Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 500 prósent vegna gossins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. apríl 2021 07:00 Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafnar hefur leikið stórt hlutverk í vegferð landsmanna til að skoða yfirstandandi eldgos sem hófst í Geldingadölum. vísir/gva Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð um Suðurstrandarveg um 500 prósent frá því að gosið hófst í Geldingadölum. Að kvöldi 19. mars þegar eldgos hófst í Geldingadölum var skyndileg aukning í umferð á Grindarvíkurvegi og nágrenni. Aukninguna má rekja til áhuga landsmanna á eldgosinu. Stærsti einstaki umferðardagurinn á Reykjanesbraut og Grindarvíkurvegi var 30. mars. Þá fóru 17500 bílar um Reykjanesbraut og 8000 um Grindavíkurveg. Á Suðurstrandarvegi hefur stærsti dagurinn verið 2. apríl, þegar 4300 bílar fóru um mælisnið. „Umferðartölur fyrri ára á umræddum stöðum gera Vegagerðinni kleift að áætla hver ,,venjubundin“ umferð hefði verið á þessu tímabili ef ekkert gos hefði verið og þá kemur í ljós að umferðin gæti hafa aukist um 21% á Reykjanesbraut, 73% á Grindarvíkurvegi og 484% á Suðurstrandavegi, á umræddu tímabili,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Sólrhringsumferð í báðar áttir á Suðurstrandarvegi við Festarfjall frá 15. mars til 15. apríl. „Einnig var áætlað hvernig gos-umferðin dreifir sér yfir sólarhringinn, að meðaltali, og þá kemur í ljós að einhver gos-umferð er jafnan allan sólarhringinn en segja má að hún byrji að aukast upp úr hádegi og nái hámarki á tímabilinu 16:00 – 18:00 og frá 22:00 – 24:00,“ segir einnig á vef Vegagerðarinnar. Umferð Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Grindavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Að kvöldi 19. mars þegar eldgos hófst í Geldingadölum var skyndileg aukning í umferð á Grindarvíkurvegi og nágrenni. Aukninguna má rekja til áhuga landsmanna á eldgosinu. Stærsti einstaki umferðardagurinn á Reykjanesbraut og Grindarvíkurvegi var 30. mars. Þá fóru 17500 bílar um Reykjanesbraut og 8000 um Grindavíkurveg. Á Suðurstrandarvegi hefur stærsti dagurinn verið 2. apríl, þegar 4300 bílar fóru um mælisnið. „Umferðartölur fyrri ára á umræddum stöðum gera Vegagerðinni kleift að áætla hver ,,venjubundin“ umferð hefði verið á þessu tímabili ef ekkert gos hefði verið og þá kemur í ljós að umferðin gæti hafa aukist um 21% á Reykjanesbraut, 73% á Grindarvíkurvegi og 484% á Suðurstrandavegi, á umræddu tímabili,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Sólrhringsumferð í báðar áttir á Suðurstrandarvegi við Festarfjall frá 15. mars til 15. apríl. „Einnig var áætlað hvernig gos-umferðin dreifir sér yfir sólarhringinn, að meðaltali, og þá kemur í ljós að einhver gos-umferð er jafnan allan sólarhringinn en segja má að hún byrji að aukast upp úr hádegi og nái hámarki á tímabilinu 16:00 – 18:00 og frá 22:00 – 24:00,“ segir einnig á vef Vegagerðarinnar.
Umferð Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Grindavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent