Mourinho tók við Tottenham af Mauricio Pochettino í nóvember 2019. Liðið endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Mourinho var því látinn taka pokann aðeins sex dögum fyrir þennan mikilvæga leik þar sem Spurs getur unnið sinn fyrsta titil síðan 2008 en Mourinho skilur við Tottenham í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Tottenham byrjaði tímabilið vel og var um tíma á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir áramót hefur hins vegar hallað verulegan undan fæti hjá Spurs sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Fjölmiðlamenn hittu Mourinho fyrir utan heimili hans í Lundúnum þar sem hann ræddi meðal annars við blaðamann Sky Sports.
„Flott mynd?“ sagði Mourinho við fyrstu spurningu Sky Sports. Aðspurður um hvað hann segði við brottrekstrinum svaraði Mourinho:
„Þú þekkir mig. Þú þekkir mig. Þú veist að ég er ekki að fara segja neitt.“
Mourinho ætlar ekki að taka sér pásu og er klár í næsta starf.
„Ég þarf enga pásu. Ég er alltaf í fótboltanum,“ bætti sá portúgalski við.
🗣 "No need for a break - I'm always in football."
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 19, 2021
Jose Mourinho speaks to Sky Sports News after he was sacked by #THFC earlier today. pic.twitter.com/KmfPxNBV3E