Ætlaði að vera áfram hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 22:00 FC Barcelona v HC Motor Zaporozhy - EHF Champions League BARCELONA, SPAIN - MARCH 03: (BILD ZEITUNG OUT) Aron Palmarsson of FC Barcelona, Dmytro Horiha of HC Motor Zaporozhye and Eduard Kravchenko of HC Motor Zaporozhye battle for the ball during the EHF Champions League match between FC Barcelona and HC Motor Zaporozhy on March 3, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images) Aron Pálmarsson segir að hann hafi ætlað að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina. Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron. Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron.
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira