Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 11:16 Formenn stjórnarflokkanna kynntu nýjustu aðgerðir stjórnvalda í Hörpu í gær. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira