Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 12:41 Farsóttarhús hafa verið í boði í ýmissi mynd frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ekkert innanlandssmit er rakið til þeirra. Vísir/Sigurjón Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30