Börn getin eftir Tsjernóbyl-slysið erfa ekki skaðann sem foreldrarnir urðu fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 08:17 Kona myndar rústir skemmtigarðs í Prypyat. epa/Oleg Petrasyuk Einstaklingar sem urðu fyrir geislamengun í Tsjernóbyl arfleiða börnin sín ekki að þeim skaða sem þeir kunna sjálfir að hafa orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á börnum foreldra sem unnu við hreinsun eftir kjarnorkuslysið. Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá. Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá.
Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira