Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 12:41 Svandís Svavarsdóttir ræddi við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29