Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 13:09 Moskítónet eru ein helsta forvörnin gegn malaríusmiti. Talið er að 409 þúsund hafi látist úr sjúkdómnum árið 2019. Getty/Ann Johansson Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30
Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent