Sport

Már Gunnars­son setti heims­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Már Gunnarsson hefur synt frábærlega í dag. 
Már Gunnarsson hefur synt frábærlega í dag.  Vísir/Egill

Már Gunnarsson sló tæplega 30 ára gamalt heimsmet er hann synti 200 metra baksund á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Mótið fer fram í Laugardal.

Már Gunnarsson syndir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ og keppir í flokki S11 (blindir) og hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir frábæran árangur. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í dag á ÍM50 í Laugardalnum eins og mótið er kallað.

Gamla metið var sett í Barcelona árið 1992. Það var 2:33,42 mínútur en Már synti á 2:32,31 mínútu og bætti það þar með um rúmlega sekúndu. Már hafði bætt Íslandsmetið fyrr í dag þegar hann synti á 2:33,76 en hann toppaði það heldur betur í kvöld.

Nu i kvo ld setti e g mitt fyrsta alvo ru heimsmet og var það i 200m baksundi. Gamla metið var 2:33.42 fra a rinu...

Posted by Már Gunnarsson on Friday, April 23, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×