„Algjört kerfishrun“: Kórónuveirufaraldurinn hömlulaus á Indlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 22:43 Bálstofur hafa gripið til þess ráðs að brenna fjölda líka á opnum bálköstum. epa/Divyakant Solanki Hæstiréttur Indlands hefur kallað stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu „neyðarástand“. En ástandið er verra, segir blaðamaður BBC. „Þetta er algjört kerfishrun,“ hefur hann eftir helsta veirufræðingi Indlands. 332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira